Raunfærnimat – Vesturland
Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi býður upp á raunfærnimat á móti námskrám í búfræði, félagsliða, leikskólaliða, stuðningsfulltrúa og verslunarfulltrúa, auk iðngreina og skipstjórnar í samvinnu við aðrar miðstöðvar. Þátttakendur þurfa að hafa náð 23 ára aldri auk þriggja ára starfsreynslu í viðkomandi fagi.
Framhaldsskólar og námsbrautir
Hægt er að sjá yfirlit allra framhaldsskóla á Íslandi og flestra almennra námsbrauta hér á einum stað. Lýsingar á starfs- og verknámsbrautum er þó fljótlegast að nálgast undir „Störf og námsleiðir“.
Símenntunarstöðvar
Fjórtán símenntunarmiðstöðvar um land allt bjóða upp á fjölbreytta þjónustu. Kannaðu málið, það er aldrei of seint.