Byggingafræði

Byggingafræði er nám á háskólastigi sem tengist m.a. hönnun nýbygginga, endurgerð gamalla húsa, samningagerð við verktaka, kostnaðarmati, gerð raunteikninga og hönnun eldvarna og hljóðeinangrunar.

 

  • Náminu lýkur með BSc gráðu
  • Námstími er þrjú ár samhliða vinnu
Að komast í námið

Til að hefja nám í byggingafræði þarf að hafa lokið burtfararprófi í iðngrein á byggingarsviði, stúdentsprófi, tækniteiknaranámi eða byggingariðnfræði.

Mælt er með að umsækjendur hafi lokið ákveðnum einingafjölda í stærðfræði, eðlisfræði, íslensku og ensku.

Námið er lánshæft til framfærslu og skólagjalda hjá LÍN. Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Nám í byggingarfræði skiptist í tvo hluta þar sem fyrri hlutinn er samkenndur í fjarnámi með byggingariðnfræði. Síðari hlutinn er verkefnamiðaður og fer fram í staðbundnum lotum. Hægt er að hefja fyrri hluta námsins bæði að hausti og vori en síðari hlutinn hefst alltaf á vorönn. Hægt er ljúka náminu á þremur árum samhliða vinnu.

Hvar fer nám fram

Nám í byggingafræði  hefur verið kennt við Háskólann í Reykjavík. Þar er einnig í boði byggingariðnfræði til diplómagráðu og byggingartæknifræði BSc.

Að námi loknu

Að lokinni BSc-gráðu má sækja um löggilt starfsheiti sem byggingafræðingur. Byggingafræðingar vinna fjölbreytt störf sem tengjast byggingariðnaði svo sem hjá teikni-, arkitekta- og verkfræðistofum eða verktakafyrirtækjum.

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)