Dagforeldranámskeið

Námskeið eru í boði fyrir verðandi dagforeldra. Fjöldi kennslustunda hefur verið breytilegur en námskeiðið getur staðið yfir í nokkrar vikur, jafnvel mánuði. Í því felst meðal annars að veita fræðslu um uppeldi og umönnun barna, þarfir þeirra og þroska.

Að komast í námið

Ef áhugi er á að gerast dagforeldri er rétt að hafa samband við sitt sveitarfélag til frekari upplýsinga. Námskeið ættu að vera opin öllum þeim sem hafa hug á að starfa sem slíkir.

Námsskipulag

Námskeiðin geta verið uppbyggð á mismunandi vegu en í þeim skal farið yfir umönnun barna, barnasjúkdóma, slys, skyndihjálp og öryggi barna. Eins er farið yfir skyldur og réttindi dagforeldra.

Hvar fer nám fram

Námskeiðin eru haldin á vegum sveitarfélaganna og best að hafa samband við viðkomandi sveitarfélag. Nánari upplýsingar má finna í reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum og bæklingi frá Reykjavíkurborg um daggæslu.

Að námi loknu

Eftir námskeiðið má sækja um leyfi til að starfa sem dagforeldri til félagsmálanefndar/félagsmálaráðs sveitarfélagsins sem starfsemin á að fara fram í.

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)