Djáknanám

Djáknanám er starfsréttindanám á háskólastigi. Í náminu er lögð áhersla á undirbúning fyrir líknar- og fræðslustörf sem unnin eru í samvinnu við sóknarpresta eða á stofnunum á borð við sjúkrahús.

Um tvær námsleiðir er að ræða:

  • þriggja ára BA-nám með áherslu á starfssvið djákna
  • eins árs framhaldsnám til viðbótar öðru starfstengu háskólanámi, s.s. félagsráðgjöf, uppeldis- eða hjúkrunarfræði.

Námsvalshjól Háskóla Íslands

Fjarkynningar á grunnnámi við H.Í. – vor 2020

Að komast í námið

Í BA - námið þarf stúdentspróf eða sambærilega menntun en fyrir viðbótar-diplómuna þarf að hafa lokið þriggja ára grunnnámi í uppeldis- og menntunarfræði, félagsráðgjöf eða hjúkrun.

Námið er lánshæft til framfærslu og skólagjalda hjá LÍN. Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Djáknanám til BA - prófs samanstendur af sömu kjarnanámskeiðum og til BA í guðfræði en á viðbótarnámskeiðum er beinni tenging við starfið, svo sem sálgæsla, trúarlífssálarfræði og kennslufræði auk valnámskeiða af Hugvísindasviði Háskóla Íslands.

Starfsþjálfun sem fram fer á vegum Þjóðkirkjunnar samhliða náminu er skilyrði til starfsréttinda sem djákni.

Hvar fer nám fram

Djáknanám hefur verið í boði við Háskóla Íslands, annars vegar sem þriggja ára nám til BA – prófs en hins vegar eins árs diplóma.

Að námi loknu

Að loknu námi og starfsþjálfun eru djáknar vígðir til starfa af biskupi en starfið felst í ýmiskonar líknarstörfum á meðal aldraða og sjúkra, fræðslu til barna- og unglinga og sálgæslu í samvinnu við sóknar- eða sjúkrahúspresta.

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)