Eðlisfræði

Eðlisfræði á háskólastigi leitast við að svara  grundvallarspurningum um eðli alls í kringum okkur. Notast er við aðferðir stærðfræði til að lýsa ákveðnum líkönum sem útskýra hvernig hlutir virka í náttúrunni og umheiminum.

 

  • Grunnnámi lýkur með BS gráðu
  • Námstími er þrjú ár

Námsvalshjól Háskóla Íslands

Fjarkynningar á grunnnámi við H.Í. – vor 2020

Að komast í námið

Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða sambærilegt nám með ákveðnum lágmarksfjölda eininga í stærðfræði og raungreinum.

Námið er lánshæft til framfærslu og skólagjalda hjá LÍN. Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Um helmingur náms í eðlisfræði er skyldunámskeið, stærðfræðinámskeið um fjórðungur en afgangurinn valnámskeið þar sem hvort tveggja er hægt að velja meiri eðlisfræði eða námskeið úr öðrum greinum.

Hvar fer nám fram

Nám í eðlisfræði er kennt innan Raunvísindadeildardeildar Háskóla Íslands. Tvær leiðir eru til BS prófs, eðlisfræði BS og eðlisfræði með áherslu á stjarnvísindi. Einnig er í boði framhaldsnám til MS gráðu.

Að námi loknu

Eðlisfræðingar vinna oftast í tengslum við rannsóknir og tækniþróun, gjarnan innan rannsókna- og kennsludeilda háskóla eða á verkfræðistofum og þróunardeildum hátæknifyrirtækja, nýsköpunarfyrirtækja og sjúkrahúsa.

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)