Fatatækni

Fatatækni er starfsnám á framhaldsskólastigi. Í náminu felst meðal annars að veita þekkingu og færni til að starfa sem fatatæknar við saumaskap og ýmsa þjónustu tengda fatnaði og tísku. Námið er einnig undirstöðumenntun fyrir áframhaldandi sérnám í fataiðngreinum.

Meðalnámstími er rúm tvö ár að meðtalinni átta vikna starfsþjálfun.

Að komast í námið

Umsækjendur þurfa að hafa lokið skyldunámi í samræmi við Aðalnámskrá grunnskóla. Sjá nánar á heimasíðu skólans.

Upplýsingar um lánshæfi námsins má fá hjá LÍN.

Fag- og stéttarfélög veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Fatatækni skiptist í almennar greinar, sérgreinar og starfsþjálfun. Bóklega námið er fjórar annir.

Hvar fer nám fram

Fatatækni er kennd í Tækniskólanum.

Að námi loknu

Fatatækni er undanfari sérnáms í kjólasaumi og klæðskurði og gæti hentað fyrir hvers konar fatahönnunarnám.

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)