Félagsliðabraut

Félagsliðanám er starfstengt nám á framhaldsskólastigi. Í náminu er farið yfir þá þjónustu sem félagsliðar veita í formi aðstoðar og umönnunar við aldraða, fatlað fólk á öllum aldri sem og þá sem glíma við geðraskanir. Möguleiki er að fá færni sem aflað er á vinnumarkaði metna.

Meðalnámstími er tvö til þrjú ár, samtals þrjár til fjórar annir í skóla og fimmtán til sextán vikna starfsþjálfun.

Að komast í námið

Umsækjendur þurfa að hafa lokið skyldunámi í samræmi við Aðalnámskrá grunnskóla. Undantekningar frá því geta þó verið hjá einstaka skólum.

Í boði er nám á félagsliðabrú en hún er til að auðvelda ófaglærðu fólki með starfsreynslu að öðlast starfsréttindi. Skilyrði eru að umsækjandi hafi náð 22 ára aldri, að minnsta kosti þriggja ára starfsreynsla og að hafa  lokið starfstengdum námskeiðum.

Námið hefur að hluta til verið lánshæft hjá LÍN. Fag- og stéttarfélög veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Námið skiptist í sameiginlegar greinar þjónustubrauta, sérgreinar félagsliðabrautar og vinnustaðanám. Nemendur geta sérhæft sig á sviði fötlunar eða öldrunarþjónustu.

Félagsliðabrú er ætluð til styttingar á félagsliðabraut og er eingöngu farið í sérgreinar brautarinnar.

Hvar fer nám fram

Félagsliðanám hefur verið kennt við Borgarholtsskóla. Félagsliðabrú getur verið í boði við skólana þar sem félagsliðanám er kennt sem og hjá fræðslu- og símenntunarstöðvum.

Fjarnám hefur verið í boði hjá Fjarmenntaskólanum.

Að námi loknu

Að námi loknu er hægt að starfa sem félagsliði.

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)