Fjölmiðlafræði

Fjölmiðlafræði er nám á háskólastigi. Í náminu er lögð áhersla á þjálfun í textaskrifum og vinnu við útvarp, sjónvarp og samfélagsmiðla.

• Náminu lýkur með BA – gráðu
• Námstími er þrjú ár

Að komast í námið

Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða sambærilegt próf.

Námið er lánshæft til framfærslu og skólagjalda hjá LÍN. Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi

Námsskipulag

Nám í fjölmiðlafræði er hvort tveggja fræðilegt og verklegt þar sem nemendur þjálfast í að skrifa texta og miðla efni í dagblöð, útvarp, sjónvarp og samfélagsmiðla. Hluta námsins hefur verið hægt að taka í fjarnámi.

Hvar fer nám fram

Háskólinn á Akureyri býður upp á BA – nám í fjölmiðlafræði auk meistaranáms í fjölmiðla- og boðskiptafræði. Nám í fjölmiðlafræði er kennt við Háskóla Íslands sem 60 eininga aukagrein en þar er einnig í boði meistaranám í fjölmiðla- og boðskiptafræði.

Að námi loknu

Námið er meðal annars góður grunnur fyrir störf í útvarpi, sjónvarpi, við netmiða eða blaðaskrif. Þá er margs konar framhaldsnám mögulegt s.s. í fjölmiðla- og boðskiptafræði, markaðsfræði, stjórnmálafræði eða kynjafræði.

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)