Geislafræði

Geislafræði er nám á háskólastigi. Í náminu er lögð áhersla á aðferðir geislafræðinnar til að skyggnast inn í mannslíkamann með myndgreiningu sem  gegnir sífellt stærra hlutverki í greiningu og meðferð sjúkdóma. Fjallað er um röntgengeisla, segulsvið, útvarpsbylgjur, geislavirk efni, hljóðbylgjur og tölvutækni þar sem sjá má allt frá yfirborði stærri líffæra til starfsemi í frumum líkamans.

Í náminu er lagður grunnur að þekkingu á geislafræði auk undirbúnings fyrir réttindanám, áframhaldandi meistaranám eða starf sem geislafræðingur.

 

  • Grunnnámi lýkur með BS gráðu
  • Námstími er þrjú ár

Námsvalshjól Háskóla Íslands

Fjarkynningar á grunnnámi við H.Í. – vor 2020

Að komast í námið

Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða sambærilegt nám.

Námið er lánshæft til framfærslu og skólagjalda hjá LÍN. Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

BS-nám í geislafræði er hvort tveggja fræðilegt og verklegt. Fyrsta árið er áhersla lögð á almenna þekkingu á mannslíkamanum en síðan eru sérhæfð námskeið og rannsóknir á borð við röntgen-, ísótópa-, tölvusneiðmynda-, æða- og segulóm-rannsóknir.

Kennsluaðferðir og námsmat er fjölbreytt þar sem fyrirlestrum, verkkennslu, einstaklingsverkefnum og hópvinnu er fléttað saman.

Hvar fer nám fram
Að námi loknu

Að loknu BS-prófi og eins árs framhaldsnámi má öðlast starfsréttindi sem geislafræðingur. Ýmsir möguleikar til sérhæfingar eru í greininni og framhaldsnám í boði hvort tveggja hér á landi og erlendis.

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)