Guðfræði – embættisnám til prests

Guðfræði er grunnnám á háskólastigi og nám til embættisprófs framhaldsnám á háskólastigi. Meginmarkmið námsins er að nemendur kunni skil á rannsóknaraðferðum innan greina guðfræðinnar og geti gert greinarmun á ýmsum skýringum á guðfræðilegum álitamálum. Meðal annars er farið í sögulega þróun kristindómsins, trúfræði, kirkjusögu og praktíska guðfræði.

Náminu lýkur með BA prófi og Mag.Theol embættisprófi. Námstími er fimm ár.

Námsvalshjól Háskóla Íslands

Fjarkynningar á grunnnámi við H.Í. – vor 2020

Að komast í námið

Grunnnám (BA): Inntökuskilyrði eru stúdentspróf frá framhaldsskóla eða sambærileg menntun.

Framhaldsnám (Mag. Theol): Inntökuskilyrði eru BA próf í guðfræði með fyrstu einkunn.

 

Námið er lánshæft til framfærslu og skólagjalda hjá LÍN. Fag- og stéttarfélög veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Nemendur sem stefna að embættisprófi ljúka þriggja ára BA prófi  þar sem samsetning námsins er bundin fræðasviðum guðfræðinnar og því engin valnámskeið tekin. Við tekur síðan tveggja ára meistaranám til embættisprófs. Fræðileg námskeið eru öll árin en lokaverkefni til Mag.Theol prófs unnið á lokaárinu.

Hvar fer nám fram
Að námi loknu

Eftir nám í guðfræði og að loknu embættisprófi geta kandidatar farið í starfsþjálfun á vegum Þjóðkirkjunnar og að fengnu embættisgengi frá biskupi er hægt að sækja um prestsembætti og starfa sem prestur.

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)