Hússtjórnarnám

Nám við hússtjórnarskóla er einingabært á framhaldsskólastigi og getur verið góður undirbúningur fyrir frekara nám á sviði matreiðslu eða handmenntagreina (textíl).
Í náminu er áhersla lögð á þætti á borð við vandvirkni, frumkvæði, sjálfstraust, sjálfbærni, hönnun og sköpun.

Að komast í námið

Umsækjendur þurfa að hafa lokið skyldunámi í grunnskóla með tilgreindum árangri í íslensku, ensku og stærðfræði. Sjá nánar á heimasíðum skólanna.

Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Nám í hússtjórnarfræðum byggir á handmenntagreinum; vefnaði, útsaumi, prjóni, hekli og fatasaum, ásamt matreiðslu þar sem unnið er með hefðbundnar íslenskar matreiðsluaðferðir í bland við nútímalegri og meira framandi eldamennsku.

Hvar fer nám fram

Nám í hússtjórnarfræðum hefur verið kennt við tvo skóla; Hússtjórnarskólann á Hallormsstað og Hússtjórnarskólann í Reykjavík.

Heimavist er í boði við báða skólana.

Að námi loknu

Nám í hússtjórnargreinum getur verið góður undirbúningur fyrir frekara nám í matreiðslu, hönnun og textíl eða bara fyrir margvísleg verkefni daglegs lífs.

Námið er einingabært á framhaldsskólastigi.

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)