Iðjuþjálfun

Iðjuþjálfunarfræði er starfstengt grunnnám á háskólastigi. Í náminu felst meðal annars að efla færni og þekkingu varðandi iðju, heilsu, eflingu og lífsgæði fólks. Er til að mynda farið í áhrif umhverfis- og einstaklingsbundinna þátta á færni og samfélagsþátttöku og ýmsar leiðir til úrlausna.

Náminu lýkur með BS prófi og veitir rétt til að starfa sem iðjuþjálfi að fengnu starfsleyfi. Meðalnámstími er fjögur ár að meðtöldu 25 vikna vettvangsnámi.

Að komast í námið

Inntökuskilyrði eru stúdentspróf frá framhaldsskóla eða sambærilegt nám. Sjá nánar um aðgangsviðmið.

 

Námið er lánshæft til framfærslu og skólagjalda hjá LÍN. Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Nám í iðjuþjálfunarfræði er fræðilegt og verklegt. Fræðileg námskeið á fyrsta ári, fræðileg námskeið og vettvangsnám á öðru til fjórða ári og lokaverkefni unnið á fjórða ári. Boðið hefur verið upp á stað- og fjarnám.

Hvar fer nám fram

Nám í iðjuþjálfunarfræði er kennt við Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri.

Að námi loknu

Eftir námið er hægt að sækja um leyfi til landlæknis og að því fengnu að starfa sem iðjuþjálfi. Eins veitir BS próf möguleika á framhaldsnámi á háskólastigi.

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)