Kerfisfræði

Kerfisfræði er grunnnám á háskólastigi. Í náminu er meðal annars farið í almenna tölvunarfræði, almenna forritun og vefforritun, reiknirit, hugbúnaðarfræði og stýrikerfi.

Náminu lýkur með diplómaprófi. Námstími miðað við fullt nám er tvö ár.

Að komast í námið

Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða sambærilegt próf. Sjá nánar um inntökuskilyrði.

 

Námið er lánshæft til framfærslu og skólagjalda hjá LÍN. Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Námið er kennt í staðnámi og fjarnámi og boðið upp á skyldu- og valnámskeið. Lokaverkefni er unnið á öðru ári.

 

Námsskipulag getur verið eftirfarandi:

  • Fullt nám í staðnámi tekur tvö ár
  • Nám með vinnu er breytilegt eftir þörfum hvers og eins en tekur að jafnaði fjögur ár
  • Fjarnámi er hægt að ljúka á tveimur eða þremur árum
Hvar fer nám fram

Nám í kerfisstjórnun er kennt við Tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík.

Að námi loknu

Að loknu diplómaprófi er hægt að starfa sem kerfisfræðingur. Möguleiki er að halda áfram námi í tölvunarfræði og ljúka B.Sc prófi.

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)