Læknaritun

ATH! –  Frá hausti 2019 tekur nám í heilbrigðisgagnafræði við HÍ, við af læknaritaranámi og færist á háskólastig. Námslýsing er í vinnslu.

Læknaritaranám er starfstengt og á framhaldsskólastigi. Í náminu felst að auka færni og þekkingu á störfum læknaritara, tölvum, skjalavörslu, lyfja- og líffærafræði og gæðastjórnun.

Læknaritun er löggild heilbrigðisgrein. Meðalnámstími er tvö ár að meðtalinni 16 vikna starfsþjálfun.

Að komast í námið

Umsækjendur þurfa að hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegri menntun og/eða hafa starfsreynslu. Góð kunnátta í íslensku og ensku er mikilvæg sem og tölvufærni. Þeir sem ekki uppfylla fyrrgreind inntökuskilyrði geta tekið 70 eininga aðfaranám.

 

Námið hefur verið lánshæft hjá LÍN. Eins veita fag- og stéttarfélög oft styrki til náms, fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Nám í læknaritun skiptist í sérgreinar og starfsþjálfun. Athugaðu að námið hefur verið kennt í dagskóla og fjarnámi.

Hvar fer nám fram

Læknaritarabraut hefur verið kennd við Fjölbrautaskólann við Ármúla.

Að námi loknu

Læknaritari er löggilt starfsheiti og getur sá sem lokið hefur náminu starfað sem slíkur.

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)