Læknisfræði

Nám í læknisfræði til kandídatsprófs er grunn- og framhaldsnám á háskólastigi. Í grunnnáminu er farið í eðlis- og efnafræði, byggingu og starfsemi mannslíkamans, sjúkdóma, meinafræði og lyfjafræði ásamt siðfræði og samskiptum við sjúklinga. Í kandídatsnáminu tekur við meiri sérhæfing sem nánar er lýst í námsskipulagi.

Náminu lýkur með BS prófi og kandídatsprófi. Námstími til BS prófs er þrjú ár og önnur þrjú til kandídatsprófs.

Námsvalshjól Háskóla Íslands

Fjarkynningar á grunnnámi við H.Í. – vor 2020

Að komast í námið

Umsækjendur sem lokið hafa stúdentsprófi eða sambærilegu námi geta tekið inntökupróf sem haldið er í júní ár hvert, sjá nánar.

 

Námið er lánshæft til framfærslu og skólagjalda hjá LÍN. Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Námið byggist á skyldu- og valnámskeiðum og er kennt í staðnámi. Að grunnnáminu loknu tekur við þriggja ára kandídatspróf þar sem lögð er áhersla á klíníska þjálfun. Verkleg kennsla fer fram á sjúkradeildum og heilsugæslustöðvum auk fyrirlestra og umræðufunda.

 

Kennslugreinar kandídatsára:

1.ár: Lyf- og skurðlæknisfræði, myndgreining, meinefnafræði og háls-, nef- og eyrnasjúkdómafræði.

2 ár: Barnalæknisfræði, fæðinga- og kvensjúkdómafræði, geðlæknisfræði, taugasjúkdómafræði, augnsjúkdómafræði, húð- og kynsjúkdómafræði og erfðalæknisfræði.

3. ár: Heimilislæknisfræði, svæfingalæknisfræði, heilbrigðisfræði, réttarlæknisfræði, krabbameinslæknisfræði og endurhæfingarfræði ásamt þeim þáttum sem mikilvægir eru í starfi læknis.

 

Rannsóknarverkefni er unnið á þriðja ári. Á síðasta ári taka nemendur lokapróf.

 

Skipulag náms í læknisfræði.

Hvar fer nám fram

Læknisfræði er kennd við læknadeild Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands.

Að námi loknu

Kandídatspróf í læknisfræði veitir rétt til að starfa sem læknakandídat. Til að öðlast lækningaleyfi þurfa læknakandídatar að ljúka 12 mánaða starfsþjálfun. Starfsleyfi er veitt af Landlæknisembættinu.

 

Námið veitir aðgang að framhalds- og sérfræðinámi í læknisfræði, auk meistara- og doktorsnáms.

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)