Leikskólakennsla

Leikskólakennsla til starfsréttinda er grunn- og framhaldsnám á háskólastigi. Í náminu fá nemendur innsýn í veruleika barna og þjálfun í samskiptum við þau og kennslu. Meðal annars er farið í rannsóknir á leikskólastarfi, barnamenningu, leik barna, málþroska, samskipti, samstarf og stjórnun.

Náminu lýkur með B.Ed. og M.Ed. prófum. Námstími til B.Ed prófs er þrjú ár og M.Ed. prófs tvö ár, samtals fimm ár.

Að komast í námið
  • Grunnnám (B.Ed.): Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða sambærileg menntun.
  • Framhaldsnám (M.Ed.): Umsækjendur skulu hafa lokið B.Ed. prófi í leikskólakennarafræði/kennarafræði.

Sjá nánar um inntökuskilyrði við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri.

Námið er lánshæft til framfærslu hjá LÍN.

Fag- og stéttarfélög veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Nám í leikskólakennslu er fræðilegt og starfstengt. Námið er í boði í staðnámi og fjarnámi hjá báðum skólum.

  • Fræðileg námskeið eru öll árin
  • Lokaverkefni til B.Ed. prófs er unnið á þriðja ári og til M.Ed. prófs á fimmta ári
  • Vettvangsnám fer fram öll árin hjá Háskóla Íslands og á fjórum árum við Háskólann á Akureyri.
Hvar fer nám fram

Nám í leikskólakennslu fer fram við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og nám í kennarafræði fer fram innan Hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri.

Tveggja ára diplómanám á leikskólastigi er einnig í boði hjá sömu skólum. Námið er bæði fræðilegt og starfstengt og að því loknu er möguleiki á að sækja um áframhaldandi nám til B.Ed. prófs.

Að námi loknu

Að loknu námi og við brautskráningu er leyfisbréf til leikskólakennslu veitt.

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)