Leikskólaliðanám

Leikskólaliðanám er starfstengt nám á framhaldsskólastigi. Í náminu felst að auka þekkingu á þroskaferli barna ásamt færni í aðferðum og kenningum sem unnið er með við umönnun, uppeldi og menntun leikskólabarna. Raunfærnimat hefur farið fram í greininni en þá er metin færni sem aflað er á vinnumarkaði. Fáðu frekari upplýsingar hjá fræðslu- og símenntunarmiðstöðvum.

Meðalnámstími er tvö til þrjú ár að meðtalinni níu eða tólf vikna starfsþjálfun.

Raunfærnimat hefur farið fram í greininni en þá er metin færni sem aflað er á vinnumarkaði. Fáðu frekari upplýsingar hjá fræðslu- og símenntunarmiðstöðvum.
Að komast í námið

Umsækjendur þurfa að hafa lokið skyldunámi í samræmi við Aðalnámskrá grunnskóla. Undantekningar geta þó verið hjá einstaka skóla.

Í boði er nám á leikskólaliðabrú en hún er til að auðvelda ófaglærðu fólki með starfsreynslu að öðlast starfsréttindi. Skilyrði eru að umsækjandi hafi náð 22 ára aldri, að minnsta kosti þriggja ára starfsreynsla og hafa lokið starfstengdum námskeiðum.

Athugaðu hvort námið sé lánshæft hjá LÍN.

Fag- og stéttarfélög veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Námið skiptist í almennt bóknám, sérgreinar leikskólaliðabrautar og vinnustaðanám.

Leikskólaliðabrú er ætluð til styttingar á leikskólaliðabraut og er eingöngu farið í sérgreinar.

Hvar fer nám fram

Leikskólaliðanám hefur verið kennt við Borgarholtsskóla og Verkmenntaskóla Austurlands. Eins býður Fjarmenntaskólinn upp á fjarnám auk þess sem svokölluð leikskólabrú hefur verið í boði við þessa skóla sem og hjá fræðslu- og símenntunarstöðvum.

Að námi loknu

Að námi loknu getur tekið við starf sem leikskólaliði.

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)