Ljósmóðurfræði- kandídatsnám

Kandídatsnám í ljósmóðurfræði er starfstengt framhaldsnám á háskólastigi. Í því er meðal annars farið í ljósmóðurfræði, meðgöngu kvenna, undirbúning fyrir foreldrahlutverkið, umönnun barna og heilbrigði kvenna.

Náminu lýkur með kandídatsprófi í ljósmóðurfræði. Námstími er tvö ár.

Námsvalshjól Háskóla Íslands

Að komast í námið

Inntökuskilyrði eru próf í hjúkrunarfræði og íslenskt hjúkrunarleyfi, sjá nánar um inntökuskilyrði.

 

Námið er lánshæft til framfærslu hjá LÍN. Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

 

Námsskipulag

Nám í ljósmóðurfræði er fræðilegt og verklegt og fer fram í staðnámi. Fræðileg námskeið eru á fyrra ári en klínískt nám og starfsþjálfun fara fram á seinna árinu.

Hvar fer nám fram

Nám í ljósmóðurfræði er kennt við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Einnig er framhaldsnám til MS-prófs í boði.

Að námi loknu

Námið veitir rétt til að sækja um starfsleyfi til Landlæknis og hægt er að því fengnu að starfa sem ljósmóðir.

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)