Lögfræði

Lögfræði er nám á háskólastigi. Í náminu er fjallað um undirstöðuatriði lögfræðinnar, lagaframkvæmd, framsetningu lögfræðilegra viðfangsefna og fræðileg álitamál.

Til að öðlast starfsheitið lögfræðingur þarf að ljúka meistaranámi.

 

  • Grunnnámi lýkur með BA/BS gráðu – námstími er þrjú ár.
  • Meistaranám til fullnaðarprófs tekur tvö ár.
Að komast í námið

Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða sambærilegt nám.

Námið er lánshæft til framfærslu og skólagjalda hjá LÍN. Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Áherslumunur getur verið á námsskipulagi í lögfræði á milli skólanna og best að kynna sér það á heimasvæðum brautanna.

Hvar fer nám fram

Lögfræði er kennd við fjóra íslenska háskóla:

 

 

 

 

Að námi loknu

Að loknu meistaraprófi má titla sig lögfræðing og sækja um lögmannsréttindi til að verja mál fyrir dómstólum.

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)