Málvísindi

Almenn málvísindi er nám á háskólastigi þar sem fjallað er um eðli mannlegs máls og sérkenni tungumála. Í náminu er áhersla lögð á þekkingu á sögu málvísindarannsókna, þjálfun í greiningu, umfjöllun um málvísindi og innsýn í megingreinar þeirra.

• Grunnnámi lýkur með BA gráðu
• Námstími er þrjú ár

Viðfangsefni málvísinda eru helst hljóðfræði og hljóðkerfisfræði, beygingar- og orðmyndunarfræði, setningafræði og merkingarfræði og undirgreinar nokkrar, svo sem söguleg málvísindi, samanburðarmálfræði, félagsleg málvísindi, sálfræðileg málvísindi, málnotkunarfræði og málgerðafræði.

Námsvalshjól Háskóla Íslands

Fjarkynningar á grunnnámi við H.Í. – vor 2020

Að komast í námið

Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða sambærilegt nám.

Námið er lánshæft til framfærslu og skólagjalda hjá LÍN. Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Nám í almennum málvísindum er að hluta til kennt í samvinnu við greinar á borð við  íslensku, erlend tungumál, heimspeki, sálfræði og félagsfræði. Alla jafna er um að ræða blöndu af fyrirlestrum, umræðutímum og verkefnavinnu.

Hvar fer nám fram

Nám í almennum málvísindum hefur verið kennt innan Íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands, bæði til BA prófs og sem 60 eininga aukagrein.

Að námi loknu

Almenn málvísindi eru góð undirstaða fyrir rannsóknir og fræðastörf á sviðinu en ekki síður fyrir nám og störf tengt tungumálum, talmeina- og táknmálsfræðum. Þá getur námið nýst vel í störfum á sviði tölvutækni og margmiðlunar.

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)