Mannfræði

Mannfræði er nám á háskólastigi þar sem áhersla er lögð á að rannsaka hin mörgu og ólíku samfélög mannfólksins, skilja hugmyndir okkar og athafnir út frá ýmsum hliðum svo sem þjóðerni, listum, fólksflutningum eða þéttbýlismyndun.

 

  • Grunnnámi lýkur með BA gráðu
  • Námstími er þrjú ár

Námsvalshjól Háskóla Íslands

Fjarkynningar á grunnnámi við H.Í. – vor 2020

Að komast í námið

Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða sambærilegt nám.

Námið er lánshæft til framfærslu og skólagjalda hjá LÍN. Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Mannfræði er kennd bæði sem aðalgrein og aukagrein þar sem einnig er boðið upp á 60 eininga nám í líffræðilegri mannfræði. Valnámskeið geta verið fjölbreytt og tengjast oft málefnum líðandi stundar.

Öll námskeið í grunnnáminu má taka í fjarnámi en fyrirlestrar eru teknir upp og gerðir aðgengilegir á lokuðu vefsvæði fyrir nemendur.

Hvar fer nám fram

Nám í mannfræði hefur verið kennt innan Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideildar Háskóla Íslands, hvort tveggja til BA prófs og meistaragráðu.

Að námi loknu

Mannfræðingar starfa meðal annars við fjölmiðlun, minjasöfn, innflytjendamál, kennslu, þróunarsamvinnu, friðargæslu og erfðarannsóknir.

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)