Næringarfræði til starfsréttinda

Næringarfræði til starfsréttinda er framhaldsnám á háskólastigi. Um er að ræða rannsóknarnám þar sem nemendur geta sérhæft sig á ýmsum sviðum, svo sem í klínískri næringarfræði, lýðheilsu- og samfélagsnæringarfræði og næringarefnafræði. Nemendur eru auk rannsóknavinnu þjálfaðir til að kynna og eiga í samskiptum um málefni tengd næringarfræði ásamt því að veita ráðgjöf.

Náminu lýkur með MS prófi. Námstími er tvö ár.

Námsvalshjól Háskóla Íslands

Fjarkynningar á grunnnámi við H.Í. – vor 2020

Að komast í námið

Inntökuskilyrði eru grunnnám í næringarfræði á háskólastigi (BS próf) með lágmarkseinkunn 7.

Nemendur sem hafa lokið BS prófi eða skyldum greinum (heilbrigðis- og lífvísindi eða raungreinar), með lágmarkseinkunn 7, geta sótt um inngöngu í meistaranám í næringarfræði en þurfa alla jafna að ljúka forkröfunámskeiðum áður. Að jafnaði tekur 1-3 misseri að ljúka forkröfunámskeiðum, eftir því hver bakgrunnur nemenda er.

Námið er lánshæft til framfærslu og skólagjalda hjá LÍN. Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

 

Námsskipulag

Námið byggist á skyldu- og valnámskeiðum og er kennt í staðbundið.

Rannsóknaráherslur námsins eru: Næring viðkvæmra hópa, lýðheilsunæringarfræði, klínísk næringarfræði, næringarefnafræði, íþróttanæringarfræði, næring þróunarlanda, vöruþróun og neytendafræði.

Lokaverkefni til MS prófs er unnið á fimmta ári.

Hvar fer nám fram

Næringarfræði er kennd við matvæla- og næringafræðideild  Háskóla Íslands.

Að námi loknu

Að loknu MS prófi er hægt að sækja um leyfi fyrir starfsheitinu næringarfræðingur og starfa sem slíkur að því fengnu. Möguleiki er að fara í doktorsnám að loknu MS prófi.

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)