Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjöf er meistaranám á háskólastigi. Í náminu er lögð áhersla á að búa nemendur undir störf við náms- og starfsráðgjöf á fjölbreyttum vettvangi í skólum og atvinnulífi, ásamt rannsóknar- og þróunarvinnu á sviði náms- og starfsráðgjafar.

 

  • Náminu lýkur með MA – gráðu
  • Námstími er tvö ár að loknu grunnnámi

Námsvalshjól Háskóla Íslands

Að komast í námið

Til að hefja nám í náms- og starfsráðgjöf þarf að hafa lokið þriggja ára grunnnámi við háskóla með fyrstu einkunn.

Námið er lánshæft til framfærslu og skólagjalda hjá LÍN. Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Náms- og starfsráðgjöf er skipulagt sem tveggja ára nám á meistarastigi. Námið skiptist í þrjá meginþætti; fræðileg námskeið, starfsþjálfun og lokaritgerð.

Að námi loknu

Að námi loknu er hægt að sækja um lögverndað starfsheiti sem náms- og starfsráðgjafi.

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)