Rafveituvirkjun

Rafveituvirkjun er starfstengt nám á framhaldsskólastigi. Í náminu felst að auka þekkingu og færni við uppsetningu, mælingar og viðhald lagna og búnaðar til flutnings og dreifingar raforku frá framleiðslu til notkunar. Hugsanlegt er að fá færni sem aflað er á vinnumarkaði metna.

Rafveituvirkjun er löggilt iðngrein. Meðalnámstími er fjögur ár að meðtalinni 48 vikna starfsþjálfun.

Að komast í námið

Umsækjendur þurfa að hafa lokið skyldunámi í samræmi við Aðalnámskrá grunnskóla. Sjá nánar á heimasíðu skóla.

 

Námið er að hluta til lánshæft til framfærsluláns og annarra lána hjá LÍN. Fag- og stéttarfélög veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

 

Námsskipulag

Rafveituvirkjun skiptist í almennar bóklegar greinar, sérgreinar og starfsþjálfun. Athugaðu hvort námið eða hluti þess geti verið kennt í fjarnámi.

 

Fyrstu tvö árin er farið í sameiginlegt grunnnám rafiðngreina en eftir það sérhæfa nemendur sig í rafveituvirkjun. Nemandi gerir námssamning við meistara í faginu þar sem starfsþjálfunin fer fram.

 

Að námi loknu

Að námi og starfsþjálfun lokinni er möguleiki á að fara í sveinspróf sem veitir rétt til starfa í greininni ásamt inngöngu í nám til iðnmeistaraprófs eða rafiðnfræði. Einnig er hægt að ljúka viðbótarnámi til stúdentsprófs.

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)