Stærðfræði

Stærðfræðinám á háskólastigi snýst mikið til um hugtakaskilning, samband hugtaka á milli og ákveðin kerfi sem þau mynda. Áhersla er lögð á góðan fræðilegan grunn, gagnrýna hugsun og röksemdafærslur.

 

  • Grunnnámi lýkur með BS gráðu
  • Námstími er þrjú ár

Námsvalshjól Háskóla Íslands

Fjarkynningar á grunnnámi við H.Í. – vor 2020

Að komast í námið

Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða sambærilegt nám með ákveðnum lágmarksfjölda eininga í stærðfræði og náttúrufræðigreinum.

Námið er lánshæft til framfærslu og skólagjalda hjá LÍN. Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Í grunnnámi í stærðfræði er sameiginlegur kjarni en síðan hægt að velja á milli sjö kjörsviða; stærðfræðigreiningar, reiknifræði, tölvunarfræði, eðlisfræði, sameindalíffræði, líkinda- og tölfræði, og hagfræði.

Hvar fer nám fram

Háskóli Íslands hefur boðið upp á þrjár námsleiðir til BS – prófs í stærðfræði, stærðfræði BS,  hagnýta stærðfræði og stærðfræði og stærðfræðimenntun. Þá er í boði framhaldsnám til MS gráðu, hvort tveggja í stærðfræði og tölfræði.

Að námi loknu

Starfsvettvangur stærðfræðinga er víðtækur svo sem hjá fjármála-, líftækni-,  eða hugbúnaðarfyrirtækjum, verkfræðistofum eða tryggingafélögum.

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)