Tækniteiknun

Tækniteiknun er starfstengt nám á framhaldsskólastigi. Í náminu felst að nemendur öðlist þekkingu og færni til að takast á við þau viðfangsefni sem tilheyra greininni, meðal annars frágang og faglega umsjón með teikningum og tilheyrandi gögnum, kerfisstjórnun teiknikerfa, framsetningu og kynningu gagna.

Meðalnámstími er þrjú ár.

Að komast í námið

Nemendur þurfa að hafa lokið skyldunámi í samræmi við Aðalnámskrá grunnskóla, sjá nánar á heimasíðum skóla.

 

Námið hefur verið lánshæft til framfærsluláns og annarra lána hjá LÍN. Eins veita fag- og stéttarfélög oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Nám í tækniteiknun skiptist í almennar bóklegar greinar, bundnar sérgreinar og sérgreinar samkvæmt vali.  Athugaðu hvort námið eða hluti þess geti verið kennt í fjarnámi.

Hvar fer nám fram

Tækniteiknun er kennd við Tækniskólann - skóla atvinnulífsins.

Að námi loknu

Námið getur hentað til undirbúnings frekara námi í tæknigreinum og byggingariðnaði auk þess sem hægt er að ljúka viðbótarnámi til stúdentsprófs. Veitir það einnig réttindi til að starfa sem tækniteiknari.

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)