Tannlæknisfræði

Tannlæknisfræði er grunnnám á háskólastigi. Meginmarkmið námsins er að auka þekkingu nemenda í tann- og munnvísindum svo þeir geti stundað tannlækningar sjálfstætt. Í náminu er meðal annars farið í hvers konar fyrirbyggjandi aðgerðir og viðgerðir í munni ásamt þekkingu í lyfjafræði, efnafræði og líffræði.Tannlæknisfræði er löggilt heilbrigðisgrein.

Náminu lýkur með kandídatsprófi. Námstími er sex ár.

Námsvalshjól Háskóla Íslands

Fjarkynningar á grunnnámi við H.Í. – vor 2020

Að komast í námið

Inntökuskilyrði eru stúdentspróf  af bóknámsbraut eða sambærilegt nám, sjá nánar.

 

Námið er lánshæft til framfærslu og skólagjalda LÍN. Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Nám í tannlæknisfræði er fræðilegt og verklegt og fer fram í staðnámi. Námið er einungis hægt að stunda sem aðalgrein.

 

Farið er í undirstöðugreinar tannlæknisfræðinnar á fyrsta og öðru ári, lögð áhersla á verklegar æfingar á þriðja ári og á vinnu með sjúklingum á fjórða til sjötta ári.

 

Í desember í lok fyrstu annar er haldið samkeppnispróf.

Hvar fer nám fram

Nám í tannlæknisfræði er kennt við tannlæknadeild Háskóla Íslands.

Að námi loknu

Námið veitir rétt til að sækja um starfsréttindi til Landlæknisembættis og geta nemendur að því loknu starfað sem tannlæknar.

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)