Tanntækni

Tanntæknanám er starfstengt nám á framhaldsskólastigi. Í náminu felst meðal annars að efla færni og þekkingu við aðstoðarstörf í tannlæknaþjónustu, aðstoða við tannlæknastól, sótthreinsun og bókanir.

Tanntækni er löggild heilbrigðisgrein. Meðalnámstími er þrjú ár að meðtalinni 28 vikna starfsþjálfun.

Að komast í námið

Umsækjendur þurfa að hafa lokið skyldunámi í samræmi við Aðalnámskrá grunnskóla.

 

Námið hefur verið lánshæft hjá LÍN. Eins veita fag- og stéttarfélög oft styrki til náms, fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

 

Námsskipulag

Námið skiptist í almennar bóklegar greinar, sérgreinar tanntæknabrautar og starfsþjálfun. Athugaðu að námið eða hluti þess gæti verið kennt í fjarnámi.

Hvar fer nám fram

Nám í tanntækni hefur verið kennt við Fjölbrautaskólann við Ármúla í samstarfi við Tannlæknadeild Háskóla Íslands.

Að námi loknu

Tanntæknir er löggilt starfsheiti og getur sá sem lokið hefur náminu starfað sem slíkur. Eins er hægt að ljúka viðbótarnámi til stúdentsprófs.

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)