Þjóðfræði

Þjóðfræði er nám á háskólastigi þar sem fjallað er um rannsóknir á daglegu lífi fólks um heim allan. Áhersla er lögð á það hvernig fólk mótar líf sitt og umhverfi, hvernig það talar saman og lifir í samfélagi hvert við annað.

 

  • Náminu lýkur með BA prófi
  • Námstími er þrjú ár

Námsvalshjól Háskóla Íslands

Fjarkynningar á grunnnámi við H.Í. – vor 2020

Að komast í námið

Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða sambærilegt nám.

Námið er lánshæft til framfærslu og skólagjalda hjá LÍN. Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Í náminu er hvort tveggja fjallað um alþýðumenningu fyrri tíðar og hversdagsmenningu í nútímanum. Á meðal viðfangsefna eru sögur, heimilis- og atvinnuhættir, trú, tónlist, siðir, venjur, hátíðir, leikir, klæðnaður og matarhættir.

Unnt er að taka flest öll námskeið í fjarnámi.

Að námi loknu

Þjóðfræðinga er að finna víða í atvinnulífinu svo sem í tengslum við fjölmiðla, ferðamennsku, menningarmál, listir, útgáfustarfsemi og kennslu.

 

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)