Vélstjórn

Vélstjórn er starfstengt nám á framhaldsskólastigi. Meginmarkmið námsins er að nemendur verði færir um að hafa stjórn á og geti viðhaldið vélbúnaði skipa eða framleiðslufyrirtækja. Í náminu afla nemendur sér færni í notkun hvers konar vél-, raf- og stjórnbúnaðar sem unnið er með og þekkingar á lögum og reglum sem vélstjórar vinna eftir. Möguleiki er að fá færni sem aflað er á vinnumarkaði metna.

Vélstjórn er löggilt starf. Námstími í skóla er fimm ár, þar við bætist sveinspróf og siglingatími til að öðlast fyllstu vélstjórnarréttindi. Þar að auki sækja nemendur námskeið hjá Slysavarnaskóla sjómanna.

Að komast í námið

Umsækjendur þurfa að hafa lokið skyldunámi í samræmi við Aðalnámskrá grunnskóla, sjá nánar á heimasíðum skóla.

 

Námið er lánshæft til framfærsluláns og annarra lána hjá LÍN. Eins veita fag- og stéttarfélög oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Nám í vélstjórn skiptist í almennar bóklegar greinar og sérgreinar vélstjórnarinnar. Það er þrepaskipt og geta nemendur fengið réttindi að loknu hverju stigi, frá A til D. Fyrstu tvær annirnar er farið í grunnnám málmiðngreina.

 

Til að öðlast fyllstu vélstjórnarréttindi þarf nemandi að hafa lokið D-réttindanámi og 24-36 mánaða siglingatíma og viðurkenndri verkstæðisþjálfun samkvæmt viðeigandi lögum og reglugerð.

 

Véltækniskóli Tækniskólans býður upp á menntun til VA réttinda í dreifnámi.

Hvar fer nám fram

Nám til fullra  vélstjórnarréttinda (VD) er kennt við Tækniskólann - skóla atvinnulífsins og Verkmenntaskólann á Akureyri.   Aðrir skólar sem bjóða upp á vélstjórnarnám (A-B) eru meðal annars Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra, Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum, Menntaskólinn á Ísafirði og Verkmenntaskóli Austurlands.

Að námi loknu

Að loknu VC námi og tilskildum námssamningi hafa nemendur rétt til að fara í sveinspróf í vélvirkjun. Samhliða útskrift sem vélfræðingar (VD) útskrifast nemendur sem stúdentar.

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)