Vöruflutningar

Vöruflutninganám er starfstengt og á framhaldsskólastigi. Í náminu felst að auka færni og þekkingu á flutningafræðum, flutningaferli, markaðs- og sölumálum. Eins er farið í þætti líkt og námstækni, íslensku, ritvinnslu, tölvu- og upplýsingatækni og vörumeðferð. Námið er 226 klukkustundir að meðtalinni 32 klukkustunda vinnustaðanámi.
 
Meta má námið til styttingar námi í framhaldsskóla til allt að 24 eininga en það er kennt innan framhaldsfræðslunnar. Fáðu frekari upplýsingar hjá fræðslu- og símenntunarmiðstöðvum.

Að komast í námið

Námið er ætlað starfsfólki sem annast flutninga og geymslu varnings.

Fag- og stéttarfélög veita oft styrki til náms. Fáðu upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Farið er í ýmsar greinar til að auka þekkingu og skilning á starfi og starfsumhverfi í vöruflutningum. Til að sjá betur hvernig námið er uppbyggt má nálgast námskrá þess hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.

Hvar fer nám fram

Námið er innan framhaldsfræðslunnar. Fáðu nánari upplýsingar hjá þinni fræðslu- og símenntunarstöð.

Að námi loknu

Námið veitir meiri þekkingu og yfirsýn, þeim sem starfa við vöruflutninga og geymslu varnings.

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)