Vertu betri í tækni

Námskeið þar sem tæknihugtök eru útskýrð, nemendur fá hagnýta þjálfun og geta mælt eigin tæknifærni auk þess sem fjallað er um fjórðu iðnbyltinguna og störf okkar í náinni framtíð. Fyrri hluti námskeiðsins snýr að því að útskýra hvað felst í því að vera hinn eftirsótti „21. aldar starfsmaður“ en síðari hlutinn fjallar um samfélagsmiðla, Google umhverfið, stafræna gagnavinnslu og forritun og stillingar.

Námskeiðið er hugsað fyrir alla, 18 ára og eldri sem þurfa og vilja styrkja sig í tækni og láta tæknina vinna með sér, hvort sem er í einkalífi eða starfi.

Mimir_merki

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi

Umsjón og ritstjórn:
Arnar Þorsteinsson

Náms- og starfsráðgjöf