FRAMHALDSFRÆÐSLA

Ýmis tækifæri eru í boði fyrir fólk sem vill bæta við sig þekkingu eða færni og auka með því eigin verðmæti sem starfskraftur.

Námsleiðir framhaldsfræðslu mæta þörfum fullorðinna með stutta skólagöngu að baki, sem og þörfum atvinnulífsins. Námið er fjölbreytt og ætlað að efla sjálfstraust nemenda og styrkja stöðu á vinnumarkaði. Lögð er áhersla á jákvætt viðhorf og stuðning við að takast á við ný viðfangsefni.

Námið er metið til eininga og getur leitt til styttingar á námi í framhaldsskóla.

Ráðgjöf framhaldsfræðslu miðast fyrst og fremst við 20 ára og eldri. Þar má fá margvíslegar upplýsingar, aðstoð við að skoða áhugasvið, markmið, ólíkar námsleiðir, námsáætlanir og hindranir. Einnig ráðgjöf um raunfærnimat fyrir 23 ára og eldri með a.m.k. þriggja ára starfsreynslu.

Náms- og starfsráðgjafar starfa á öllum símenntunarmiðstöðvum. 

Símenntunarmiðstöðvar

– eftir landshlutum –

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)