FRAMHALDSFRÆÐSLA

Ýmis tækifæri eru í boði fyrir fólk í atvinnulífinu sem vill bæta við sig þekkingu eða færni og auka með því eigin verðmæti sem starfskraftur.

Námsleiðir

Námsleiðir framhaldsfræðslu eru hugsaðar til að mæta þörfum fullorðinna með stutta skólagöngu að baki, sem og þörfum atvinnulífsins. Um er að ræða bæði starfstengt  nám og almennt bóklegt undirbúningsnám. Námsleiðirnar eru fjölbreyttar og ætlað að efla sjálfstraust nemenda og styrkja stöðu á vinnumarkaði. Lögð er áhersla á að stuðla að jákvæðu viðhorfi til náms og auðvelda fólki að takast á við ný viðfangsefni.

Námsleiðirnar eru metnar til eininga og geta því leitt til styttingar á námi í framhaldsskóla. 

Ráðgjöf

Ráðgjöf framhaldsfræðslunnar miðast fyrst og fremst við fullorðið fólk, 20 ára og eldra. Náms- og starfsráðgjafar eru starfandi á öllum símenntunarmiðstöðvum og veita:
– upplýsingar um nám og störf
– aðstoð við könnun á áhugasviðum og hæfni
– upplýsingar um mögulegar námsleiðir og styrki
– aðstoð við að setja markmið og gera námsáætlanir
– ráðgjöf um raunfærnimat
– ráðgjöf vegna hindrana í námi.

Raunfærnimat

Fólk með stutta skólagöngu að baki eða sem ekki hefur lokið námi á framhaldsskólastigi á þess kost að fá metna fjölbreytta reynslu sem aflað hefur verið í starfi, námi, frístundum, félagsstörfum eða fjölskyldulífi.

Matið er einkum ætlað þeim sem verið hafa á vinnumarkaði í a.m.k. þrjú ár og náð 23 ára aldri. Viðkomandi skal hafa aflað sér þekkingar og hæfni á tilteknu sviði sem nýst getur í námi til lokaprófs eða til skilgreindra starfa á vinnumarkaði.

Símenntunarmiðstöðvar

– eftir landshlutum –

Starfs- og námsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)