Kvikmyndafræði er nám á háskólastigi þar sem kvikmyndamiðilinn er skoðaður í sem víðustu samhengi. Í náminu er ýmist fjallað um leiknar frásagnarmyndir, tilrauna- eða heimildamyndir og þær greindar í ljósi fjölbreyttra fræðikenninga.

Fjallað er um hinn stafræna og myndræna heim kvikmynda; kenningar, sögu, greinar, höfunda og táknfræði.

Náminu lýkur með BA – gráðu. Námstími er þrjú ár.

Kröfur

Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða sambærilegt nám.

Námið er lánshæft til framfærslu og skólagjalda hjá Menntasjóði námsmanna. Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Skyldunámskeið eru 50 einingar auk BA-ritgerðar en auk þeirra valnámskeið bæði innan greinarinnar og valfrjáls.

Töluvert er um heimavinnu og tímasókn er mikilvæg auk fyrirlestra, umræðutíma, verkefnavinnu og ritgerða.

Kennsla

Nám í kvikmyndafræði hefur verið kennt á Hugvísindasviði Háskóla Íslands.

Um er að ræða 120 eininga aðalgrein og því þarf að taka 60 einingar í annarri grein til að ljúka BA prófi. Einnig er í boði að taka kvikmyndafræði til 60 eininga með 120 eininga aðalgrein úr öðru fagi.

Að loknu námi

Þekking á sjónrænni miðlun getur komið sér vel á vinnumarkaði, til dæmis á sviði fjölmiðlunar, markaðsmála, blaðamennsku, kvikmyndagerðar, rannsókna og kennslu.

Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika