Ritlist er nám á háskólastigi, kennd sem 60 eininga aukagrein til BA prófs.
Viðfangsefni námsins tengjast málnotkun og aukinni ritfærni auk þess sem fjallað er um vefskrif, þýðingar og bókmenntafræði. Lögð er áhersla á frjóa hugsun og miðlun hennar í texta á borð við ljóð, smásögur, skáldsögur og þýðingar.
Nemendur fá tilsögn í grundvallaratriðum sem lúta að ritstörfum.
Kröfur
Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða sambærilegt nám.
Námið er lánshæft til framfærslu og skólagjalda hjá Menntasjóði námsmanna. Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.
Námsskipulag
Nám í ritlist er í senn hagnýtt og listrænt. Ljúka þarf námskeiði í bókmenntafræði en annars fara a.m.k. 40 einingar fram í ritsmiðjum.
Kennsla
Nám í ritlist hefur verið í boði á Hugvísindasviði Háskóla Íslands.
Að loknu námi
Færni í textagerð og ritun er mikils virði í margs konar störfum til dæmis á sviði fjölmiðlunar, útgáfu, fræðimennsku og ritstarfa, svo sem vegna kynningarefnis.
Tengt nám