Þýðingafræði er nám á háskólastigi þar sem áhersla er lögð á þýðingar og þýðingartækni. Í náminu eru nemendur þjálfaðir í að meta upplýsingar og miðla þeim á milli menningarheima.

Fjallað er um aðferðir og vinnubrögð, túlkun, hugtök og kenningar auk tölvutækni en námið getur verið undirbúningur fyrir framhaldsnám á meistarastigi í þýðingafræði, nytjaþýðingum eða ráðstefnutúlkun.

Námið er í boði sem 60 eininga aukagrein sem hluta BA-prófs fyrir nemendur sem lokið hafa 120 eininga aðalgrein í tungumáli.

Kröfur

Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða sambærilegt nám.

Námið er lánshæft til framfærslu og skólagjalda hjá Menntasjóði námsmanna. Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Nám í þýðingafræði er þverfaglegt og skiptist að jafnaði í 20 einingar í þýðingafræði, 20 einingar í íslensku og 20 einingar í erlendu máli.

Kennslan fer fram í fyrirlestrum og verklegum æfingum í málverum og tölvustofum.

Kennsla

Nám í þýðingafræði hefur verið kennt innan Hugvísindasviðs Háskóla Íslands.

Að loknu námi

Menntun á sviði þýðinga og/eða íslensku getur víða komið að notum, svo sem á sviði kennslu, fræðimennsku, fjölmiðla, ritstarfa, útgáfu og vefmiðlunar.

Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika