Samfélagstúlkun er nám á háskólastigi sem tengist aukinni þörf fyrir að túlka á fjölda erlendra tungumála, til dæmis vegna aðstæðna á sviðum dóms-, heilbrigðis-, skóla- og félagsmála.
Náminu lýkur með 60 eininga grunndiplómu eða hluta BA – gráðu.
Námið miðar að því að þjálfa nemendur í túlkun á milli íslensku og erlends máls, og er hugsað fyrir túlka í málum sem ekki eru kennd við íslenska háskóla og/eða fólk sem náð hefur góðum tökum á íslensku og þekkir innviði samfélagsins nægilega vel til að miðla þekkingu til samlanda sinna.
Kröfur
Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða sambærilegt nám. Góð kunnátta í móðurmáli og íslensku er nauðsynleg en reynsla af samfélagstúlkun æskileg.
Námið er lánshæft til framfærslu og skólagjalda hjá Menntasjóði námsmanna. Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.
Námsskipulag
Námið er kennt á tveggja ára fresti og dreifist á tvö skólaár. Rúmlega helmingur námsins byggir á fræðilegum námskeiðum en tæpur helmingur felst í verklegri þjálfun.
Kennsla
Nám í samfélagstúlkun hefur verið í boði á Hugvísindasviði Háskóla Íslands, bæði sem 60 eininga grunndiplóma og sem aukagrein til BA prófs.
Einnig hafa símenntunarstöðvar boðið upp á námskeið í samfélagstúlkun.
Að loknu námi
Samfélagstúlkar starfa aðallega í tengslum við samskipti erlendra borgara við yfirvöld og þjónustuaðila, svo sem innan dóms-, heilbrigðis- og skólakerfis.
Tengt nám