Fótaaðgerðafræði er starfstengt nám á framhaldsskólastigi. Í náminu felst að efla þekkingu og færni varðandi heilbrigðiskerfið, uppbyggingu fóta, meðhöndlun fótameina, efni og áhöld ásamt gerð viðeigandi hjálpartækja. Fótaaðgerðafræði er löggild heilbrigðisgrein.
Sérnám í fótaaðgerðafræði er skipulagt sem þriggja anna nám.
Kröfur
Nemendur þurfa að hafa lokið skyldunámi og að mestu námi í almennum kjarna- og heilbrigðisgreinum áður en nám hefst í sérgreinum fótaaðgerðafræði. Nemendur þurfa einnig að hafa náð 18 ára aldri áður en nám í sérgreinum hefst í Fótaaðgerðaskóla Keilis.
Námið er lánshæft hjá hjá Menntasjóði námsmanna. Eins veita fag- og stéttarfélög oft styrki til náms, fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.
Námsskipulag
Nám í fótaaðgerðafræði er samtals 199 einingar; 48e almennar kjarnagreinar, 61e heilbrigðisgreinar og 90e bóklegar og verklegar sérgreinar fótaaðgerðafræði. Sérnámið er skipulagt sem þriggja anna nám, bóklega námið kennt í fjarnámi með staðlotum en verklegir áfangar kenndir í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú í Reykjanesbæ.
Á lokaári er áhersla lögð á vinnustaðanám þar sem nemendur fá með aðstoð faglærðs fótaaðgerðafræðings, að vinna með skjólstæðinga og fara í fjölbreyttar vinnustaðaheimsóknir.
Kennsla
Nám í fótaaðgerðafræði hefur verið í boði við Heilsuakademíu Keilis.
Að loknu námi
Að náminu loknu er hægt að sækja um starfsleyfi til Landlæknisembættisins og leyfi til að nota starfsheitið fótaaðgerðafræðingur.
Tengt nám