Hljóðtækni er starfstengt nám á framhaldsskólastigi. Í því felst meðal annars að auka þekkingu og færni við hvers konar hljóðupptöku og hljóðvinnslu. Eins að nemendur þekki til rafmagnsfræði, tónfræði, helstu hljóðfæra, tækja og búnaðar sem notast er við. Námstími er eitt ár.
Möguleiki er að fá metna færni sem aflað er á vinnumarkaði.
Kröfur
Umsækjandi þarf að hafa lokið grunnskóla og tveggja ára framhaldsskólanámi, þar af ákveðnum einingafjölda í vissum greinum. Eins er æskilegt að umsækjendur hafi reynslu af hljóðfæraleik eða menntun á því sviði. Innritun fer fram einu sinni á ári, á haustmánuðum. Námið hefst að jafnaði í janúar.
Námið hefur verið lánshæft hjá Menntasjóði námsmanna. Fag- og stéttarfélög veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.
Námsskipulag
Hljóðtækninámið samanstendur af sérgreinum þar sem rafmagns- og rafeindatækni er kennd hjá Tækniskólanum en aðrar greinar í Stúdíó Sýrlandi. Kennt er á vorönn, sumarönn og haustönn með tveggja vikna fríi á milli anna.
Kennsla
Hljóðtækni er kennd í samstarfi Stúdíó Sýrlands og Tækniskólans.
Að loknu námi
Að námi loknu geta nemendur unnið við hljóðvinnslu og hljóðupptöku.
Tengt nám