Hæfniþrep: 3

Húsgagnabólstrun er um sex anna nám á framhaldsskólastigi og tengist verkefnum á borð við að bólstra og klæða húsgögn, sæti og innréttingar í bílum, lausa veggi, fastar innréttingar og skilrúm.

Húsgagnabólstrun er löggilt iðngrein.

Kröfur

Áður en sótt er um í húsgagnabólstrun þarf að hafa lokið grunnnámi bygginga‐ og mannvirkjagreina. Nemendur eldri en 20 ára eða með stúdentspróf geta þó innritast beint á brautina.

Upplýsingar um lánshæfi námsins má fá hjá Menntasjóði námsmanna. Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Að loknu einnar annar grunnnámi er húsgagnabólstrun tveggja ára nám auk vinnustaðanáms sem er að hámarki 30 vikur. Einnig er hægt að ljúka viðbótarnámi til stúdentsprófs.

Kennsla

Húsgagnabólstrun er kennd í Tækniskólanum – skóla atvinnulífsins.

Að loknu námi

Bólstrarar starfa á sérhæfðum verkstæðum en einnig á vettvangi lokafrágangs verkefna. Námi í húsgagnabólstrun lýkur með sveinsprófi sem veitir rétt til að starfa og inngöngu í meistaranám.

Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika