Iðnfræði er 90 eininga nám til diplómagráðu á háskólastigi sem hægt er að ljúka á þremur árum samhliða vinnu. Námið skiptist í þrjár brautir auk rekstrariðnfræði; byggingariðnfræði, rafiðnfræði og véliðnfræði.

Kröfur

Með meistaranám í iðngrein eða stúdentspróf er hægt að hefja nám í iðnfræði án frekari undirbúnings en þau sem eingöngu hafa lokið bóklegu námi til sveinsprófs geta tekið allt að fjögur undirbúningsnámskeið í fjarnámi, samhliða iðnfræðináminu;  stærðfræði, eðlisfræði, íslensku og ensku.

Til að hefja nám í rekstrariðnfræði þarf að ljúka diplómanámi í byggingar-, raf-, eða véliðnfræði. 

Námið er lánshæft til framfærslu og skólagjalda hjá Menntasjóði námsmanna. Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Nám í iðnfræði skiptist á fjórar mismunandi brautir; byggingariðnfræðirafiðnfræði og véliðnfræði auk almennrar rekstrarfræði.

Kennt er með fjarnámssniði samhliða tveimur staðbundnum helgarlotum á hverri önn þar sem teknar eru fyrir verklegar æfingar og einnig farið í fyrirtæki og verkefni unnin í raunumhverfi.

Kennsla

Iðnfræði hefur verið kennd við Háskólann í Reykjavík.

Að loknu námi

Iðnfræðingur er lögverndað starfsheiti og þarf að hafa lokið sveinsprófi í iðngrein á viðkomandi sviði auk iðnfræðinámsins til að útskrifast sem iðnfræðingur.

Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika