Iðnmeistaranám er á framhaldsskólastigi og leiðir til meistararéttinda í iðngreinum. Markmið námsins er að gera nemendur hæfa til að reka fyrirtæki og sjá um leiðsögn og kennslu nema í eigin iðngrein.

Kröfur

Ljúka þarf sveinsprófi í löggiltri iðngrein til að fá inngöngu í iðnmeistaranám.

Námið hefur verið lánshæft til framfærslu og skólagjalda hjá Menntasjóði námsmanna. Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Iðnmeistaranám skiptist annars vegar í kjarnagreinar sem einkum tengjast stjórnun og rekstri en hins vegar bundið val í einstaka faggreinum. Námið er um 40 einingar en við það geta bæst nokkrar einingar í frjálsu vali í einstaka iðngreinum.

Í náminu er áhersla lögð á að veita fræðslu og þjálfun í verkstjórn, nýliðaþjálfun, öryggismálum og iðnfræði. Kennsla fer oftast fram í fjarnámi með staðbundnum lotum.

Að loknu námi

Að námi loknu er sótt um meistarabréf; hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun fyrir iðnmeistara og hönnuði í byggingagreinum, en annars á sýslumannsskrifstofum.

Iðnmeistaranám - námskrá
Um iðnmeistaranám á Áttavitinn.is
IÐAN - fræðslumiðstöð
Rafmennt

Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika