Matartækni er starfsnám á framhaldsskólastigi og fer fram í skóla og atvinnulífi.  Meginmarkmið námsins er að nemendur hljóti nauðsynlega þekkingu, leikni og hæfni til að takast á við kröfur heilbrigðisstofnana og mötuneyta um matreiðslu sérfæðis og hollt og næringarríkt almennt fæði. Nemendur gera áætlanir, pöntunar-og verkefnalista, setja saman matseðla fyrir mismunandi hópa og vinna eftir gæðastöðlum um hreinlæti og meðferð matvæla. Möguleiki er að fá færni sem aflað er á vinnumarkaði metna. 

Matartækni er löggild heilbrigðisgrein. Meðalnámstími er um þrjú ár að meðtalinni starfsþjálfun þar sem fylgt er rafrænni ferilbók sem heldur utan um framvindu vinnustaðanámsins.

Kröfur

Umsækjendur þurfa að hafa lokið skyldunámi í samræmi við Aðalnámskrá grunnskóla, sjá nánar á heimasíðum skólanna.

Upplýsingar um lánshæfi námsins má fá hjá Menntasjóði námsmanna. Eins veita fag- og stéttarfélög oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Námið skiptist í almennar bóklegar greinar, sérgreinar matartækni og starfsþjálfun. Fyrsta árið er farið í grunnnám í matvæla- og veitingagreinum en síðan tekur við meiri sérhæfing. Starfsþjálfun fer fram á viðurkenndum starfsnámsstöðum.

Að loknu námi

Námið veitir réttindi til að starfa sem matartæknir.

Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika