Þjóðfræði er nám á háskólastigi þar sem fjallað er um rannsóknir á daglegu lífi fólks um heim allan. Áhersla er lögð á það hvernig fólk mótar líf sitt og umhverfi, hvernig það talar saman og lifir í samfélagi hvert við annað.
Náminu lýkur með BA prófi. Námstími er þrjú ár.
Námsvalshjól Háskóla Íslands
Kröfur
Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða sambærilegt nám.
Námið er lánshæft til framfærslu og skólagjalda hjá Menntasjóði námsmanna. Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.
Námsskipulag
Í náminu er hvort tveggja fjallað um alþýðumenningu fyrri tíðar og hversdagsmenningu í nútímanum. Á meðal viðfangsefna eru sögur, heimilis- og atvinnuhættir, trú, tónlist, siðir, venjur, hátíðir, leikir, klæðnaður og matarhættir.
Unnt er að taka flest öll námskeið í fjarnámi.
Kennsla
Nám í þjóðfræði hefur verið kennt innan Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideildar Háskóla Íslands.
Að loknu námi
Þjóðfræðinga er að finna víða í atvinnulífinu svo sem í tengslum við fjölmiðla, ferðamennsku, menningarmál, listir, útgáfustarfsemi og kennslu.
Tengt nám