Þroskaþjálfafræði er starfstengt nám á háskólastigi. Megintilgangur námsins er að veita innsýn í kenningar og rannsóknir um fötlun og þroskaþjálfafræði á sem fjölbreyttastan hátt, kynnast aðstæðum fatlaðs fólks og starfsvettvangi þroskaþjálfa.

Grunnnáminu lýkur með BA prófi og er þá hægt að sækja um starfsleyfi sem þroskaþjálfi. Námstími grunnnáms er þrjú ár.

Námsvalshjól Háskóla Íslands

Kröfur

Inntökuskilyrði eru stúdentspróf úr framhaldsskóla eða sambærilegt nám, sjá nánar.

Námið er lánshæft til framfærslu og skólagjalda hjá Menntasjóði námsmanna. Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Nám í þroskaþjálfafræðum er fræðilegt og starfstengt. Fræðileg námskeið eru öll árin, vettvangsnám á öðru og þriðja ári og lokaverkefni á þriðja.

Námið hefur verið kennt í staðnámi og fjarnámi með tveimur til þremur staðlotum á misseri.

Kennsla

Nám í þroskaþjálfafræði hefur verið kennt innan íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeildar Háskóla Íslands.

Að loknu námi

Að loknu BA prófi er hægt að sækja um leyfi sem veitir réttindi til að starfa sem þroskaþjálfi. Möguleiki er að fara í framhaldsnám í þroskaþjálfafræðum eða öðrum greinum.

Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika