Sáttamiðlari er óháður og hlutlaus aðili sem aðstoðar við að komast að samkomulagi um lausn í ágreiningsmálum. Sáttamiðlarinn sér til þess að hlustað sé á ólík sjónarmið, hjálpar til við að skilja þarfir eða sameiginlega hagsmuni og halda utan um sáttaferlið í átt að samkomulagi eða niðurstöðu.

Sáttamiðlun er ýmist notuð innan fyrirtækja, stofnana eða með einstaklingum til að leysa úr ágreiningi svo sem á milli einstaka fyrirtækja, vinnuveitanda og starfsmanns, nágranna eða innan fjölskyldna.

Helstu verkefni

- halda utan um sáttaferli deiluaðila og stýra sáttaferlinu
- fá deiluaðila til að útskýra þeirra upplifun af vandanum
- stýra umræðu um hagsmuni og þarfir deiluaðila
- halda utan um tillögur í samræðum
- hlusta á mögulegar lausnir deiluaðila

Hæfnikröfur

Í starfi sem sáttamiðlari er gott að búa yfir reynslu af lausn ágreiningsmála auk bæði fræðilegar og hagnýtar þekkingar sem hjálpar málsaðilum við að sjá ágreininginn frá fleiri en einu sjónarhorni og vinna sig í átt að sameiginlegri lausn.

Sjá nánar á vefsíðu Sáttamiðlunar.

Námið

Starfandi sáttamiðlarar hafa nokkuð fjölbreyttan bakgrunn, s.s. á sviði lögfræði, félagsráðgjafar eða mannauðsmála en einnig er starfræktur Sáttamiðlaraskóli sem sinnir fræðslu og þjálfun verðandi sáttamiðlara.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika