Aðstoðarskólastjóri í grunnskóla tekur þátt í að skipuleggja skólastarfið, stjórna og eiga dagleg samskipti við nemendur, foreldra og samstarfsfólk með það að markmiði að vinnufriður sé í skólanum, nemendum líði þar vel og séu öruggir. Í forföllum skólastjóra ber aðstoðarskólastjóri ábyrgð á daglegum rekstri og starfsemi skólans.
Í starfi sem aðstoðarskólastjóri í grunnskóla ertu í miklu samstarfi við nemendur, foreldra, kennara og annað starfsfólk auk stoðþjónustu skólans.
Helstu verkefni
Í samráði við skólastjóra:
- umsjón með starfsmannamálum
- stýra stefnumótun og samstarfsverkefnum
- gerð skólanámskrár og skólaþróunarverkefna
- agabrot og ágreiningsmál
- umsýsla námsgagna
- stjórn námsmats og prófa
- stundaskrárgerð
Hæfnikröfur
Aðstoðarskólastjóri í grunnskóla þarf að geta unnið sjálfstætt og skipulega. Þá er mikilvægt að eiga auðvelt með mannleg samskipti og búa yfir metnaði og áhuga á menntun barna og unglinga. Nauðsynlegt er að vera fær um að leiða samstarf og samræðu ólíkra einstaklinga og geta kynnt skólastarfið innan skólans sem utan.
Skólastjórafélag Íslands
Námið
Aðstoðarskólastjórar þurfa að hafa löggilt réttindi grunnskólakennara auk viðbótarmenntunar í stjórnun eða kennslureynslu á grunnskólastigi.
Námið er í boði við deild kennslu- og menntunarfræði í Háskóla Íslands og kennaradeild Háskólans á Akureyri.
Tengd störf