Blaðberar dreifa dagblöðum, tímaritum, auglýsingapésum og litlum pökkum til áskrifenda eða inn á heimili og stofnanir. Starfið fer að mestu fram utandyra. Flestir blaðberar sinna starfi sínu fótgangandi en einnig hugsanlega á eigin bíl ef aðstæður kalla á slíkt. Í þéttbýli sinna blaðberar afmörkuðum hverfum en geta þurft að sinna stærra svæði í dreifbýli.
Hjá blaðberum hefst vinnudagurinn gjarnan snemma við dreifingu blaða sem koma út í byrjun dags.
Helstu verkefni
- útburður dagblaða, tímarita og smápakka
- dreifing auglýsinga- og tilboðsbæklinga
- viðhalda áskriftarlistum
Hæfnikröfur
Í starfi sem blaðberi er gott að vera við góða heilsu og geta verið úti við þó veður sé vont. Starfið getur reynt á líkamlega; stigar, burður og ganga. Einnig er mikilvægt að geta haldið skipulagi á listum yfir áskrifendur og unnið með hliðsjón af þeim.
Byggt á Utdanning.no - Avisbud
Tengd störf