Bókasafns- og upplýsingafræðingar vinna við skipulag upplýsinga af ýmsu tagi og aðstoða einstaklinga og stofnanir við að verða sér úti um efni til þekkingar og/eða afþreyingar. Í starfinu felst að hafa umsjón með gögnum á borð við bækur, tímarit, skjöl, hljómplötur, myndbönd og hljóðskrár hvort heldur á rafrænu eða eldra hefðbundnara formi. Bókasafns- og upplýsingafræðingur er löggilt starfsheiti.

Sem bókasafns- og upplýsingafræðingur gætirðu starfað á almenningsbókasöfnum, skólasöfnum eða rannsóknar- og sérfræðibókasöfnum.

Helstu verkefni

- veita upplýsingar um starfsemi og þjónustu safna og safnkost
- leita að efni og heimildum í rafrænum gagnabönkum
- aðstoða við upplýsinga- og heimildaleit
- skipuleggja, skrá og flokka gögn samkvæmt viðurkenndum stöðlum

Hæfnikröfur

Bókasafns- og upplýsingafræðingar þurfa að búa yfir skipulagshæfni, nákvæmum vinnubrögðum, geta greint vandamál og miðlað upplýsingum á skýran og einfaldan hátt. Mikilvægt er að fylgjast með straumum og stefnum í skipulagningu og stjórnun gagna og nauðsynlegt að þekkja til helstu tölvuforrita sem starfinu tengjast.

Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga

Námið

Meistaranám í upplýsingafræði er í boði við Háskóla Íslands. Að slíku námi loknu er hægt að sækja um starfsréttindi en um er að ræða tveggja ára nám að loknu BA/BS prófi.

Einnig er hægt að ljúka eins árs diplómanámi í greininni.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika