Bókmenntafræðingar fást við rannsóknir þar sem leitast er við að skýra og túlka bókmenntir til að efla á þeim almennan skilning og áhuga.
Starfsvettvangur bókmenntafræðinga getur verið mjög fjölbreyttur. Sem dæmi má nefna kennslu á öllum skólastigum auk starfa við vísinda- og rannsóknastofnanir, auglýsingastofur, bókaforlög, bókasöfn, fjölmiðla og leikhús. Þá nýtist fræðileg þekking bókmenntafræðinga einnig við ritstörf og útgáfustarfsemi.
Bókmenntafræðingar sérhæfa sig oft í ákveðnum greinum bókmennta til dæmis einstökum tímabilum, stefnum eða höfundum.
Helstu verkefni
- bókmenntarannsóknir
- ritstörf
- ritstjórn og frágangur handrita
- hugmynda- og textasmíði og ráðgjöf um textagerð
- námsefnisgerð
- þýðingar og prófarkalestur
Hæfnikröfur
Bókmenntafræðingur þarf að vera vel ritfær, hafa góð tök á íslensku máli og umtalsverða þekkingu á ensku. Einnig er æskilegt að geta skilið texta á norðurlandamálum og frönsku eða þýsku. Frumkvæði og öguð vinnubrögð eru mikilvægir eiginleikar auk þess að geta unnið sem hluti af teymi. Æskilegt er að hafa áhuga á bókmenntum, textagerð, leiklist, ljóðum og menningarsögu.
Námið
Almenn bókmenntafræði er kennd við Háskóla Íslands. Grunnnám til BA – gráðu er þrjú ár en einnig hefur verið boðið upp á framhaldsnám í greininni.
Tengd störf